Besta sætkartöflumúsin

Sætkartöflumús er ómissandi með ýmsum fiskréttum, kalkún eða kjúkling.
Sætkartöflumús er ómissandi með ýmsum fiskréttum, kalkún eða kjúkling.

Þessi mús er al­gjört æði með nán­ast hverju sem er. Kart­öflumús­ina er óskap­lega lítið mál að út­búa - ef þú kannt bestu aðferðina við að elda sæt­ar kart­öfl­ur. Sjá hér.

Besta sætkartöflumúsin

Vista Prenta

2 væn­ar sæt­ar kart­öfl­ur 
150 g hreinn rjóma­ost­ur
1 tsk. smjör
Sjáv­ar­salt eft­ir smekk 
Malaðar chil­líf­lög­ur á hnífsoddi - má sleppa

Eldið kart­öfl­urn­ar sam­kvæmt leiðbein­ing­un­um hér að ofan. 
Skafið inn­an úr kart­öfl­un­um þegar þær eru til­bún­ar. Það get­ur verið gott að nota ofn­hanska til að halda á kart­öfl­un­um á meðan þær eru heit­ar.
Hrærið rjóma­ost­in­um, smjör­inu og salt­inu sam­an við. 
Þá er mús­in til­bú­in. Hana má frysta eða jafn­vel gera deg­in­um áður fyr­ir stór­veislu og hita þá upp t.d. í eld­föstu móti og strá söxuðum pek­an­hnet­um yfir til hátíðarbrigða.

Það er lítið mál að gera músina með því að …
Það er lítið mál að gera mús­ina með því að heil­baka kart­öfl­urn­ar og losna þannig við að skræla.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert