Avócadó- og eggjabrauð í morgunmat

Hvernig væri að hleypa smá ævintýri í morgnanna og ákveða …
Hvernig væri að hleypa smá ævintýri í morgnanna og ákveða að næstu 7 daga verður ný uppskrift reynd alla morgna? simplegreenmoms.com/

Flestir borða nánast alltaf það sama í morgunmat. Hvernig væri að hleypa smá ævintýri í morgnanna og ákveða að næstu 7 daga verður ný uppskrift reynd alla morgna? 
Þessi uppskrift er nokkuð fljótleg og ákaflega saðsöm og holl! Uppskriftin dugar fyrir einn svangan eða tvo morgungikki.

Uppskriftin er frá simplegreenmoms.com en þar er oft að finna allskonar gotterí í hollari kanntinum.

2 egg
1 vænt avócadó
2 fjölkorna brauðsneiðar 
1 tsk límónusafi
Sjávar salt og pipar eftir smekk 
Fersk krydd (eða smá spínat) eftir smekk eða örlítill rifinn sítrónubörkur (Ég get aldrei farið eftir uppskriftum og bæti þessu því við)

Ristið brauðið.
Steikið eggin og saltið og piprið.
Stappið avócadóið og setjið límónu safann út í.
Dreifið maukinu yfir ristað brauðið.
Eggið fer á toppinn, því næst ferska kryddið og sítrónubörkurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert