Frosnir bananapinnar með súkkulaði

Girnilegt og hollt!
Girnilegt og hollt! wholefully.com

Hollari leið til að gleðja bæði háa sem lága. Hugmyndin um frosna, súkkulaðihúðaða banana hefur lengi verið vinsæl. Ekki síst eftir að ein af aðalpersónum grínþáttanna  Arrested Development stofnaði sölubás sem seldi einungis frosna banana. 

Þessi útfærsla kemur frá hinni afar skipulögðu Cassie sem heldur út matarblogginu wholefully.com. Hún bendir á að það skipti sköpum að skera endana af banönunum til að þeir geti staðið uppréttir. 

Skerið endana burt svo pinnarnir geti staðið.
Skerið endana burt svo pinnarnir geti staðið.

4 bananar, vel þroskaðir
1 bolli dökkt súkkulaði
1-2 msk. hnetusmjör 
1/2 bolli hnetur, saxaðar, – má nota kókos, múslí eða annað 

Skerið banana í tvennt og endana af. Stingið íspinnaspýtu ofan í hvorn hluta.

Frystið hlutana í 35 mínútur að lágmarki til að auðveldara sé að súkkulaðihjúpa þá. Vatn og súkkulaði eru óvinir og því er best að bananinn sem er vatnsmikill ávöxtur sé frosinn.

Bræðið súkkulaði og hnetusmjörið saman. 

Dýfið bananapinnunum ofan í súkkulaðið og hyljið þá vel.

Veltið pinnunum upp úr hnetum og frystið aftur. Gætið þess að setja bökunarpappír undir pinnana áður en þeir eru frystir.

Partýpinnar á leið í frysti.
Partýpinnar á leið í frysti. wholefully.com
Hnetusmjör og dökkt súkkulaði eru himnesk blanda.
Hnetusmjör og dökkt súkkulaði eru himnesk blanda. wholefully.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert