Trufflu-nautalund með villisveppasósu

Þessi nautalund er rosaleg.
Þessi nautalund er rosaleg. Árni Sæberg
Upp­skrift­in er frá hjón­un­um Rann­veigu Hrönn Brink og Gunn­ari Erni Helga­syni en þau starfa bæði hjá Víf­il­fell. Þau buðu upp á þennan kraftmikla aðalrétt í mat­ar­boði fyr­ir skemmstu þar sem vin­ir hjón­anna lyftu glös­um í til­efni af 4 ára brúðkaup­saf­mæli þeirra hjóna. Nautalund er hátíðlegur matur sem hentar ekki síður á jólum. Truffluolían setur punktinn yfir i-ið í þessar stórgóðu uppskrift.
Klettasalat er mjög gott með nautakjöti.
Klettasalat er mjög gott með nautakjöti. Árni Sæberg
Uppskriftin er fyrir 8

2-2,5 kg nautalundir

góð truffluolía (ég nota White truffle oil frá Kjöti & fiski Garðatorgi)

8 bakaðar kartöflur

íslenskt smjör við stofuhita

hvítlaukur eftir smekk

1-2 pokar klettasalat

1 askja jarðarber

1 mozzarella-kúla

Nautalundin er nudduð upp úr truffluolíu og látin marinerast í a.m.k. 2 tíma fyrir eldun. Best að gera kvöldið áður. Setjið smjör á mjög heita pönnu og lokið steikinni. Svo fer hún í ofninn á 190 gráður í um 15 mínútur eða þar til hún nær 50 gráðum (medium rare). Lundin er svo látin hvíla við stofuhita í 10-15 mínútur áður en hún er skorin niður á bakka og borin fram.

Bökunarkartöflur vafðar í álpappír og grillaðar í um 1 klst. Bornar fram með hvítlaukssmjöri sem búið er til úr íslensku smjöri og nokkrir hvítlauksgeirar stappaðir við.

Með steikinni er gott að bera fram klettasalat með niðurskornum jarðarberjum og mozzarella-osti, toppað með Aubocassa-ólífuolíu sem dreypt er yfir.

Villisveppasósa

100 g þurrkaðir villisveppir

nautakraftur

½ l rjómi

smjör

salt og pipar

Villisveppirnir lagðir í soðið vatn í 30 mínútur, þerraðir og skornir smátt. Sveppirnir eru brúnaðir í smjöri og kryddaðir með salti og pipar. Bætið rjóma og villisveppavökvanum við og látið suðuna koma upp. Bragðbætið með nautakrafti eftir þörfum.
Villisveppasósan er fremur auðveld í gerð en mjög bragðmikil og …
Villisveppasósan er fremur auðveld í gerð en mjög bragðmikil og góð. Árni Sæberg
Rannveig Hrönn og Gunnar Örn eru listakokkar
Rannveig Hrönn og Gunnar Örn eru listakokkar Árni Sæberg
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert