Kókópöffs-kokteillinn sem fólk er að tryllast yfir

Morgunmatur og kokteill í einu?
Morgunmatur og kokteill í einu?

Pablo diskóbar er hressandi bar við Ingólfstorg þar sem svitabönd, diskókúla og flippaðir kokteilar ráða ríkjum. Kokteill fylltur upp með kókópöffs hefur náð miklum vinsældum á stuttum tíma. Viðburðafyrirtæki sem bjóða upp á "pub crawl" eða skipulagða bartúra eru farnir að fara með hópa erlendra ferðamanna á staðinn til að bragða herlegheitin. 

„Þetta er fyrsti kokteillinn sem ég setti saman eftir að ég réð mig hingað,“ segir Ásgeir Már Björnsson, yfirbarþjónn á Pablo diskóbar.

Ási yfirbarþjónn í banastuði.
Ási yfirbarþjónn í banastuði.

„Ég vissi að þetta átti að vera diskóbar þjakaður af fortíðarþrá og því kafaði ég langt ofan í mína eigin fortíð og upp kom kókópöffs! Þegar það var komið vantaði mig nafn og upp kom Puff the magic dragon-barnasagan en ég hlustaði líka svoldið á Flight of the concords, Alby the racist dragon en það er ekkert pöffs í því. Bara grín.

„Svo hófst ég handa við að setja saman svona white russian fílings-kokteil nema með töluvert bragðmeira innihaldi, þar á meðal grænum chartreuse sem tilheyrir svoldið fortíðinni en var til á öllum veitingastöðum á Íslandi „í gamla daga“,“ segir Ási og deilir hér með okkur fortíð í glasi.

PUFF THE MAGIC DRAGON

45 ml ljóst romm
15 ml grænn chartreuse
25 ml mjólk
30 ml hvítt súkkulaði og lemongrass síróp (heimagert) – eða hvítt súkkulaðisíróp
1 dass Mozart-súkkulaðibitter sem því miður er hætt að framleiða en hægt enn þá að eignast með krókaleiðum. Annars má nota súkkulaðisíróp í staðinn.

þetta er svo hrist og síað yfir klaka og toppað með kókópöffs.

Pablo diskóbar er hressandi staður með bleikum flamingófuglum, diskókúlu og …
Pablo diskóbar er hressandi staður með bleikum flamingófuglum, diskókúlu og svitaböndum. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert