Frozen pasta Ólafs

Girnilegar pastarúllur úr ferskum lasagnaplötum.
Girnilegar pastarúllur úr ferskum lasagnaplötum.
Frozen-matreiðslubókin hefur notið mikilla vinsælda en hún hefur að geyma gott safn af næringarríkum fjölskylduuppskriftum. Bókin kom út fyrir rúmi ári en stendur enn vel fyrir sínu. Matarvefnum fannst tilvalið að deila girnilegri pastauppskrift frá Ólafi nú þegar styttast fer í snjóinn.
Hráefni
4 ferskar lasagnaplötur
2 kjúklingabringur
1 egg
2 msk. léttur mascarpone-
ostur
2 msk. matreiðslurjómi
2 msk. ferskt basil, saxað
2 hvítlauksrif, söxuð
salt og pipar
½ dós hakkaðir tómatar
2–3 skallotlaukar, smátt
saxaðir
1 msk. ólífuolía
1 msk. balsamedik
1 tsk. hlynsíróp
½ dl mozzarella-ostur, rifinn
½ dl parmesan-ostur, rifinn
2 ½ dl spínat
1 tsk. ólífuolía

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Hitið ólífuolíu á pönnu við meðalháan hita og steikið skallotlaukinn.
  3. Bætið tómötunum saman við og hitið að suðu.
  4. Blandið balsamedikinu og hlynsírópinu saman við.
  5. Kryddið með salti og pipar.
  6. Látið malla í nokkrar mínútur.
  7. Hellið sósunni í stórt eldfast mót.
  8. Setjið kjúklinginn, eggið, mascarpone-ostinn, basil-laufin og hvítlaukinn í matvinnsluvél og blandið vel saman.
  9. Skerið hverja lasagnaplötu í tvennt.
  10. Setjið kjúklingablönduna á helminginn af hverri lasagnaplötu.
  11. Rúllið lasagnaplötunum upp, setjið í eldfasta mótið og látið samskeytin snúa niður.
  12. Snöggsteikið spínatið á pönnu á háum hita með örlitlu af ólífuolíu og raðið því á milli rúllanna í eldfasta mótinu.
  13. Stráið mozzarella- og parmesan-ostinum yfir rúllurnar og bakið í heitum ofninum í 30 mínútur.

Related image

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert