Besta leiðin til að þrífa ofninn

Gleðileg þrif - með auðveldari leiðum!
Gleðileg þrif - með auðveldari leiðum!

Jæja. Það fer að koma að því. Ég er farin að fá auka slátt í gagnaugað og svitaköst.  Ég vakna upp um miðja nætur og heyri ísskápinn urra á mig ....hvar er baðið mitt?  Já mikið rétt – jólahreingerningin nálgast með allri sinni hátíðlegu gleði.

Ekki bugast. Það eru til
Ekki bugast. Það eru til "trix" sem auðvelda flest allt.

Það verður þó að viðurkennast að það er mun ánægjulegra að baka í hreinum ofni en skítugum. Það er líka eitthvað fullnægjandi að horfa yfir vel þrifinn flöt. Því leita ég ráða í gríð og erg um hvernig megi auðvelda jólaþrifin. Hér að neðan er góð og eiturefnalaus leið til að þrífa bökunarofninn. Svo má vel skella sér í jólapeysu, opna einn jólabjór eða öl, kveikja á útvarpinu og umbreyta jólaþrifunum í gleðistund!

Uppistaðan í þessum þrifum er vatn, matarsódi og edik – og smá þolinmæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka