Böns uppskrift frá New York

Uppskriftin af bönsinu er frá Momofuku, Saams bar í New …
Uppskriftin af bönsinu er frá Momofuku, Saams bar í New York. Eggert Jóhannesson

Anna Kristín Magnúsdóttir eigandi verslunarinnar Kjólar og Konfekt er  mikil dama bæði í eldhúsinu og í klæðaburði. Hér eldar hún fyrir okkur sinn uppáhaldsrétt - auðvitað í kjól!
„Ég er gift matreiðslumeistara. Ótrúlega sniðugt þegar maður vinnur mikið. Hann hugsar rosalega vel um mig. En mér finnst samt líka gaman að elda.. svona tvisvar í mánuði. Þá er ég dugleg að prófa eitthvað nýtt. Við ferðumst mikið til New York og uppáhalds staðurinn okkar heitir Momofuku, Saams bar. Uppskriftin af bönsinu er frá þeim. 

Ég reyni að vera sniðug með því að frysta og flýta fyrir. Bönsið er eitthvað sem er algjör snilld að eiga í frystinum, og maður er enga stund að hita það upp.“

Hér að neðan má sjá myndband um bambus gufusjóðara.

Ég er sjúk í jólakúlurnar frá Hafliða súkkulaðimeistara. Hann býr …
Ég er sjúk í jólakúlurnar frá Hafliða súkkulaðimeistara. Hann býr til gylltar og bronsaðar fyrir jólin. snilld að bjóða uppá með kaffinu um jólin. Eða bara eiga fyrir sjálfa sig. Ég er að selja þetta í búðinni og þetta fæst líka í Mosfellsbakarí. Reyni að sneiða hjá sælgæti almennt en leyfi mér þetta um jólin. Eggert Jóhannesson

Böns af Böns. (ca 50 stk)

deig:

12 g ger

4 dl volgt vatn

500 g hveiti

6 tsk sykur

1 tsk gott salt

hálf tsk lyftiduft

hálf tsk matarsódi

60 g jurtafeiti ( stofuheitt)

Hrærið vatni og geri saman og látið standa í sirka 10 mín.

Bætið restinni af innihaldinu út í og hrærið rólega eða í um  10 mín þar til deig hefur myndast.

Olíusmyrjið skál og setjið deigið í og látið volgt stykki yfir, látið standa í um 75 mín. Deigið mun á þeim tíma tvöfaldast.

Skiptið deiginu í tvennt og svo hvorn hluta í 5 hluta. hver hluti af þessum 5 skiptist svo líka í fimm hluta. Þangað til þið eruð komin með sirka 50 stykki samanlagt ( best í heimi að eiga þetta í frystinum þegar maður er að flýta sér og vill gera vel við gesti eða sjálfa sig),

Fletjið því næst hvert bönsi út, hafið smá af jurtafeiti í lófanum og leggið svo saman lauslega eins og um hálfmána væri að ræða, gott er að nota matarprjón til að loka deginum saman. Látið svo hvíla með volgu viskastykki ofan á. Þá stækka þau aðeins meira.

Þá er það að hita vatn á pönnu og setja bambus yfir, leggið nokkra bönsa á bambusinn og gufusjóða í um 10 mín. 

Fylling.

Í þessu tilviki notaði ég kjúklingalæri af því það er eitthvað sem ég kann að elda. Ég marineraði þau með teriaki  sósu og steikti úrbeinuð læri með smjöri og olíu á pönnu. Svo skar ég niður avakadó, papriku, gúrku og kóríander. Þegar Hermann maðurinn minn sér um fyllinguna gerir hann yfirleitt svínasíðu með BBQ, eða lambafille. 

Að lokum er að setja meðlæti í skálar. Ég skellti fíkjusultu -  já ég nota fíkjusultu með mjög mörgu! Besta fíkjusultan fæst í Mosfellsbakarí. Svo bara fylla bönsið með meðlætinu og jafnvel nota japanskt majones með (fæst í Hagkaup).

Smart partýréttur en sem fyllingu má nota nánast hvað sem …
Smart partýréttur en sem fyllingu má nota nánast hvað sem er. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert