Jólagjafir Lindu – heimagerðar kryddolíur

Rósmarínolía er æðisleg í marineringar á lambakjöt.
Rósmarínolía er æðisleg í marineringar á lambakjöt. mbl.is/Ofeigur Lydsson

Linda Björk Ingimarsdóttir, grunnskólakennari, þriggja drengja móðir og matarbloggari á eatrvk.com, er mikil afrekskona í eldhúsinu. Hún býr gjarnan til tækifæris- og jólagjafir handa vinum og ættingjum. Hér er hún með dásamlegar uppskriftir að bragðmiklum olíum. Smelltu hér fyrir uppskrift að jólagjöf veiðimannsins en hér fyrir súkkulaðibolta Lindu.

Á næstu dögum deilum við svo enn fleiri uppskriftum úr ævintýralegu eldhúsi Lindu.

Linda Björk Ingimarsdóttir á gott safn uppskriftabóka sem hún flettir …
Linda Björk Ingimarsdóttir á gott safn uppskriftabóka sem hún flettir gjarnan í leit að hugmyndum. mbl.is/Ofeigur Lydsson

Olíur sem bragð er af

„Það er svo dásamlegt að gera sínar eigin olíur. Þær geymast vel og má nota á marga vegu. Mín uppáhalds er olía með rósmaríni. Hana nota ég á pitsur, í salat, sem marineringu eða til steikingar á til dæmis lambakjöti. Einnig er chili-olían í miklu uppáhaldi á pitsukvöldum. Ég kaupi fallegar flöskur sem eru með góðum tappa sem heldur lofti vel frá olíunni. Passið að flöskurnar séu tandurhreinar áður en sett er í þær. Gott er að láta soðið vatn standa í þeim í um klst.“ 

Chili-olía

1 bolli olía, ég nota ólívuolíu
2 tsk. chili-flögur

2-3 þurrkaðir chili-piparar í heilu

Setjið tvær msk. af olíu ásamt chili-flögum og heilum chili-pipar og hitið í potti við vægan hita. Flögurnar eiga að mýkjast í olíunni ekki steikjast, þetta tekur um eina mínútu. Setjið rest af olíu í pottinn og hitið en þó ekki það mikið að olían sé það heit að ekki er hægt að stinga putta í hana. Látið kólna og hellið í flösku. Gott er að hrista af og til flöskuna.

Rósmarín olía

3-4 stilkar af fersku rósmarín
1 bolli olía

Best er að taka kjöthamar eða nota mortel og aðeins merja rósmarínið til að bragðið verði meira. Setjið í pott eða djúpa pönnu og hitið helming af olíu við vægan hita í 2-3 mínútur. Rósmarínið á ekki að verða brúnt heldur linast. Hellið afganginum af olíunni í pott og leyfið að hitna eða þar til hitinn á henni hefur náð um 180 gráðum, gott er að nota kjötmæli eða sælgætismæli til að sjá hitastigið. Setjið til hliðar og látið kólna.

Chillíolían er lostæti á pitsur.
Chillíolían er lostæti á pitsur. mbl.is/Ofeigur Lydsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert