Kalkúnasósan sem allir dásama

Kalkúnninn er ekkert ef ekki er góð sósa með honum.
Kalkúnninn er ekkert ef ekki er góð sósa með honum. Getty Images/Digital Vision

Sós­an à kalk­ún­inn var prufu­keyrð í vik­unni með mikl­um stun­um. Hún tókst af­burða vel get ég sagt ykk­ur! Beint í mark en þessi elska virk­ar líka vel með kjúk­ling. Í sósuna nota ég Gráðagóðan sem er púrtvínsleginn gráðostur en það má vel nota bara venjulegan gráðost.

2 skarlottlaukar, smátt saxaðir 
1 msk. smjör
1 peli rjómi
200 g Gráðagóður (púrtvínslegin gráðostur – fæst í Búrinu. Má líka nota venjulegan.)
1 - 2 msk. fljótandi kalkúnakraftur
1 tsk. salvía
Þurrkaðir villisveppir, látnir liggja í vatni samkvæmt leiðbeiningum 
2 msk. púrtvín
1 tsk. rifsberjasulta
Pipar eftir smekk

Mýkið laukinn í smjöri uns hann verður glær. Bætið þvínæst við kraftinum og rjómanum og látið malla. Svo er osturinn mulinn út í og látinn bráðna við vægan hita. 
Kryddin fara svo út í sósuna ásamt sultunni og loks sveppirnir.
Látið malla við vægan hita í 5 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert