Besta kalkúnafyllingin

Ég set alltaf appelsínur og sítrónur í mótið með kalkúninum …
Ég set alltaf appelsínur og sítrónur í mótið með kalkúninum til að gefa honum aukinn raka og bragð.

Já ég leyfi mér að segja besta. Alla vega hef ég ekki bragðað betri fyllingu enn þá. Þessi fylling er fljótleg (ef þú átt góðan hníf) og fersk enda inniheldur hún mikið af grænmeti og ávöxtum – ókei og fullt af smjöri en smjör er svo hátíðlegt!

Ábending: ég set alltaf appelsínur og sítrónur í mótið með kalkúnabringunni eða heilum kalkún til að gefa honum aukinn raka og bragð. Svo er um að gera að setja bara nóg smjör og ausa yfir hann reglulega.

4 sæt epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og söxuð. Td. jonagold-epli
2 perur, afhýddar, kjarnhreinsaðar og saxaðar
1 box sveppir, saxaðir
1 laukur, saxaður
2 sellerístönglar, saxaðir
4 - 6 sneiðar af heilhveitibrauði eftir stærð, saxaðar
4 gulrætur, saxaðar smátt
4-5 msk. smjör
3 msk. kryddblanda frá Provance
2-3 msk. fljótandi kalkúnakraftur
1 dl fersk steinselja, söxuð
2 msk. þurrkuð trönuber, söxuð
1 dl valhnetur eða pekanhnetur, saxaðar ef vill
Svartur pipar og salt eftir smekk

Laukurinn er saxaður og steiktur á pönnu með smjöri uns hann er tekinn að mýkjast. Gulræturnar bætast svo við og eru steiktar í um 5 mínútur.
Restin af innihaldsefnunum fer svo rólega út í!
Endað á trönuberjunum og kryddi.
Um að gera að passa að elda þetta ekki of mikið – ég vil hafa þetta smá krönsí.
Svo baka ég það sem kemst ekki inn í fuglinn í móti og hef til hliðar.

Gleðilega hátíð!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert