Íris Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari í Hárbæ og söngkona er fanta góður kokkur. Hún bjó lengi vel í Þýskalandi og rekur enn hárgreiðslustofu þar í landi. Kartöflusúpan hennar er margrómuð og frábær til að smá gíra sig niður eftir jólahátíðina.
þýsk kartöflusúpa
Fljótleg og góð
10 kartöflur (meðal stórar) hægt að blanda með sætum kartöflum ef vill
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 pakki beikon kurl
150 ml. rjómi
2 dl mjólk
1 dós sýrður rjómi
Kartöflurnar eru skrælaðar og soðnar vel með lauknum og hvítlauknum.
Kartöflurnar og laukurinn eru maukaðar með töfrasprota og smakkað til með salti og pipar.
Rjóminn er settur út í ásamt 2 dl af mjólk.
Beikonið steikt og sett út í ö skiljið um það bil 3 msk eftir til skrauts.
Berið súpuna fram með sýrðum rjóma