Horaður kampavínskokteill með granateplum

Granateplakampavínskokteill – skál!
Granateplakampavínskokteill – skál! bigelowtea.com

Vefsíðan Eating Well sendi frá sér uppskrift að „horuðum“ kampavínskokteil fyrir áramótagleðina. Á ensku útleggst kokteillinn Skinny Pomegranate Champagne Punch.

Uppskriftin er einföld og frískandi og inniheldur færri hitaeiningar en margir vinsælir kampavínskokteilar.  Þessi kokteill er mjög bragðgóður og ég get hreinlega ekki beðið eftir að skella í könnu á gamlárskvöld.

Á foodiecrush.com er stungið upp á að gera klaka með …
Á foodiecrush.com er stungið upp á að gera klaka með granateplakjörnum og ferskri myntu til að skreyta kokteilinn. foodiecrush.com

2 bollar kampavín 
1/2 bolli sítrónuvodka 
1 bolli granateplasafi án viðbætts sykurs 
1 bolli sódavatn 

Blandið drykkinn í könnu eða skál. Bætið klaka og sítrónu út í. Hver drykkur – um 3/4 boli inniheldur um 126 kaloríur samkvæmt Eating Well.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert