Stórkostlegur innbakaður lax með hvítvínssósu

Stórfenglegur réttur sem slær alltaf í gegn.
Stórfenglegur réttur sem slær alltaf í gegn. Tobba Marinósdóttir

Þessa uppskrift fann móðir mín í dagblaði fyrir löngu síðan og klippti út. Úrklippan er löngu týnd en ég náði að pára uppskriftina niður eitt árið en man ómögulega frá hverjum hún er upprunalega. Þessi fiskréttur er bæði hátíðlegur og mjög bragðgóður. Sósan er svo kafli út af fyrir sig en hana má nota með ýmsum fiskréttum. Mig langar hreinlega að drekka hana, hún er svo góð! Að því sögðu er ég enginn aðdáandi rækna en í þessum rétti eru þær ómissandi.

Rétturinn er bestur með hýðishrísgrjónum, fersku salati og léttsteiktu spergilkáli.

Fallegt og bragðgott. Sósan er svo góð að það er …
Fallegt og bragðgott. Sósan er svo góð að það er erfitt að drekka hana ekki. Tobba Marinósdóttir

Innihald:
500 g nýr lax, roðflettur og beinlaus
400 g smjördeig
3 msk söxuð steinselja
1 tsk timjan
1 msk sítrónusafi
1 egg til að pensla með
Sjávarsalt
Pipar 

Laxafars:
1 peli af rjóma
200 g rækjur
200 g lax (má vera afskurður)
2 eggjarauður
Season All krydd 

Hvítvínssósan dásamlega: 
2 dl fiskisoð
2 dl rjómi
1 dl hvítvín (ávaxtaríkt, t.d. frá Ástralíu eða Nýja Sjálandi)
100 g smátt skornar rækjur
2 tsk fiskikraftur
2 gulrætur
Lárviðarlauf
1 laukur
Sjávarsalt
Sósujafnari 

Hitið ofninn í 200 gráður.

Smjördeigið er flatt út eftir stærð laxaflaksins. Það er einnig hægt að panta tilbúið útflatt smjördeig í bakaríum.

Fiskurinn er kryddaður með salti, pipar, timjan og sítrónusafa.

Laxafarsið er sett í matvinnsluvél og maukað, síðan látið jafnt ofan á flakið og saxaðri steinselju stráð yfir.

Deigið er pikkað gróflega með gaffli. Penslið í kringum fiskinn með þeyttu egginu og leggið hinn helming smjördeigsins ofan á hann.

Þrýstið létt á samskeytin með fingrunum. Skerið 2 cm brún frá fiskinum, fylgið lögun hans og þrýstið á brúnina með gaffli.

Setjið fiskinn varlega á smjörpappírsklædda ofnplötu og penslið fiskinn með egginu.

Bakið fyrst í 20 mínútur, lækkið ofninn svo í 140 gráður og bakið í 30 mínútur í viðbót.

Sósugjörningurinn

Setjið beinin og hausinn af laxinum í pott og 6 dl af vatni (ef laxinn er keyptur í flökum má nota afskurð af flökunum í soðið).
Setjið lárviðarlauf, lauk og gulrót út í ásamt fiskikrafti og smá salti og sjóðið í ca klukkutíma. Sigtið soðið og notið það í sósuna.
Setjið rjómann og hvítvínið út í og þykkið með sósujafnara.
Að lokum er smátt skornu rækjunum bætt út í.

Farsið og steinseljan eru sett ofan á flakið og því …
Farsið og steinseljan eru sett ofan á flakið og því svo pakkað inn í smjördeig. Tobba Marinósdóttir
Pikkið deigið og þrýstið endunum niður með gafli.
Pikkið deigið og þrýstið endunum niður með gafli. Tobba Marinósdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert