Ólöglega djúsí Eðlu-pítsa

Haldið ykkur fast – nú er þetta komið í efsta …
Haldið ykkur fast – nú er þetta komið í efsta stig. Við kynnum Eðlu-pítsuna miklu. Tobba Marinós/mbl.

Hver man ekki eft­ir hinni vin­sælu Eðlu sem gerði allt vit­laust árið 2015 og var án efa upp­skrift árs­ins? Eðlan er fyr­ir þá sem ekki vita geðþekk ídýfa sem hituð er í ofni en uppistaðan er salsasósa, rjóma­ost­ur og rif­inn ost­ur. Nachos-flög­ur leika einnig stórt hlut­verk þar sem þær eru ómiss­andi hluti af rétt­in­um og eru notaðar til að skófla her­leg­heit­un­um upp í sig. Þeir allra hörðustu hafa jafn­vel tekið Eðluna upp á næsta stig og notað nauta­hakk í rétt­inn. En haldið ykk­ur fast – nú er þetta komið í efsta stig. Við kynn­um Eðlu-pítsuna miklu. 

Ekkert að þessu!
Ekk­ert að þessu! Krist­inn Magnús­son

Ólöglega djúsí Eðlu-pítsa

Vista Prenta

Pít­sa­deig í 12 tommu pítsu (hægt að kaupa heil­hveiti­deig út­flatt á bök­un­ar­papp­ír)
2 kjúk­linga­bring­ur
1 lít­il krukka salsasósa
1/​3 lauk­ur, í striml­um 
1/​3 paprika (þinn upp­á­halds­lit­ur), skor­in í strimla 
150-200 g rif­inn ost­ur
150 g rjóma­ost­ur
chillíkrydd í kvörn, t.d. frá Santa Maria 
Taco-krydd­blanda
Olía til steik­ing­ar
Ferskt kórí­and­er
Nachos
1 Avóka­dó 
Límóna

Hitið ofn­inn í 180 gráður.

Skerið kjúk­linga­bring­urn­ar í strimla og steikið á pönnu.
Kryddið kjúk­ling­inn með taco-krydd­inu.
Setjið kjúk­ling­inn til hliðar og steikið lauk­inn og paprik­una á sömu pönnu (ekki þrífa á milli.)
Fletjið út deigið ef það var ekki keypt út­flatt.
Hellið salsa-sós­unni á botn­inn og dreifið vel úr.
Dreifið kjúk­lingn­um og græn­met­inu á botn­inn.
Setjið rjóma­ost­k­less­ur á víð og dreif.
Þekið að lok­um með rifn­um osti.
Bakið við 180 gráður í 15-17 mín­út­ur.

Stráið fersku kórí­and­er, nachos og avóka­dó-sneiðum yfir. Ekki er verra að kreista smá límónusafa yfir.

Ferskt avókadó og límónusafi gera pítsuna ferska.
Ferskt avóka­dó og límónusafi gera pítsuna ferska. Tobba Marinós/​mbl.is
Íslenskt kóríander var ákaflega álitlegt í búðum í dag.
Íslenskt kórí­and­er var ákaf­lega álit­legt í búðum í dag. Tobba Marinós/​mbl.is
Sneið af mexíkóskri snilld.
Sneið af mexí­kóskri snilld. Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert