Einföld og afskaplega góð vetrarsúpa

Bragðmikil og hreinsandi súpa sem kætir kroppinn.
Bragðmikil og hreinsandi súpa sem kætir kroppinn. Bergrún Mist

Bergrún Mist er mætt enn á ný og nú er það ofureinföld og ofboðslega góð sætkartöflusúpa. Bergrún bauð upp á þessa dýrðarsúpu í ítalskri veislu fyrir skemmstu. Bergrún er vegan og notar því engar dýraafurðir en það má vel setja vegan-sýrðan rjóma eða jógúrt með til hliðar fyrir þá sem vilja kremaðri súpu. Ef bjóða á upp á súpuna sem aðalrétt er gott að vera með súrdeigsbrauð með.

Sætkartöflusúpa með tómötum og reyktri papriku

1 l vatn
1-2 msk. grænmetiskraftur t.d. frá Sollu
1 meðalstór sæt kartafla
1 dós niðursoðnir tómatar
1 msk. red curry paste

Kryddað til með túrmerik, reyktri papriku, chili explosion, salti, pipar, cumin og karrý.

Toppur á súpuna: fersk basil-lauf eða kóríander, ristaðar furuhnetur og klettasalat.

Þessi súpa er mjög einföld í framkvæmd en bragðið er ljómandi og áferðin silkimjúk.
Lykillinn er að sjóða saman vatn, grænmetiskraft, niðurskorna sætkartöflu og tómatana þar til sætu kartöflurnar eru soðnar í gegn. Þá er súpunni hellt í matvinnsluvél eða blandara og hún hrærð saman þar til engir kekkir eru eftir.

Næst er súpunni hellt í pottinn aftur og hún látin malla á lágum hita, krydduð að vild og í lokin er einni matskeið af red curry paste bætt út í. Ég nota oftast frekar mikið af kryddi og smakka mig áfram, reykta paprikan gefur ótrúlega gott reykt bragð og red curry gerir súpuna örlítið sterka og mjög bragðgóða.

Úr þessu magni verða til um það bil 1,5 l af súpu en það er lítið mál að stækka uppskriftina.

Náttúrubarnið Bergrún notar mikið af ferskum kryddum og er mikið …
Náttúrubarnið Bergrún notar mikið af ferskum kryddum og er mikið fyrir framandi krydd og chillí-mauk. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka