Lágkolvetna taco

Hefðbundið taco er sett í skeljar en það má vel …
Hefðbundið taco er sett í skeljar en það má vel sleppa þeim og skella í djúsí salat. healthadore.com

Taco er í uppáhaldi hjá ansi mörgum og skildi engan undra. Seiðandi mexíkósk kryddblandan í bland við ferskt grænmeti og guðdómlegar sósur eru frábær og bragðgóð máltíð en þó hafa sumir sett fyrir sig allt kolvetnið sem er í pönnukökunum og skeljunum.

En það er engin ástæða til að örvænta því það er ekkert mál að sleppa kolvetnunum og útbúa þess í stað einfalt en brjálæðislega gott taco salat. Salsasósa er einnig nánast fitulaus og innheldur fáar hitieiningar en varist að kaupa sósur sem eru með viðbættum sykri.

Salatið er girnilegt og gott. Sniðugt er að bæta svörtum …
Salatið er girnilegt og gott. Sniðugt er að bæta svörtum ólífum og skreyta með lime sneiðum fyrir þá sem vilja toppa sig. allrecipes.com

Innihald:
700 gr. nauta- eða lambahakk
1 laukur, saxaður.
1/2 lítil krukka af niðurskornum jalapeno
1 pakki af taco kryddi
1/2 kálhaus, rifinn niður
1 tómatur, saxaður
1/2 bolli rifinn ostur
1/4 bolli salsa sósa
1/4 bolli sýrður rjómi
1 avókadó, skrælt og skorið í teninga

Aðferð:

1. Steikið hakkið á pönnu ásamt lauknum og jalapeno piparnum á miðlungsháum hita uns kjötið er orðið fallega brúnt og passlega steikt. Sáldrið taco kryddinu yfir og blandið vel saman við kjötið. Steikið í nokkrar mínútur til viðbótar.

2. Setjið kjötblönduna, kálið, tómatana, rifna ostinn, salsa sósuna saman í stóra skál og blandið vel saman. Setjið í fjórar skálar og skreytið hverja skál með avókadó og sýrðum rjóma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert