Lasagna er uppáhald ansi margra og er eitt af því sem er erfitt að klúðra. Uppskriftirnar eru samt misjafnar eins og þær eru margar og tilbrigðin ansi fjölbreytileg oft á tíðum. Grænmetislasagna er alltaf æðislegt og hér er ein skotheld uppskrift sem við mælum hiklaust með.
Uppskrift:
- 2 msk. ólífuolía
- 1 meðalstór kúrbítur, skorinn í sneiðar
- 1 meðalstór rauð paprika, kjarnhreinsið og saxið
- 1 meðalstór laukur, saxaður
- 3 hvítlauksgeirar, saxaðir
- 1 dós af maukuðum tómötum
- 1 pakki forsoðnar lasagna-plötur, brotnar í stóra bita
- ricotta-ostur
- mozzarella-ostur, rifinn niður
- fersk basil-lauf til skreytinga
Aðferð:
- Hitaðu olíu á pönnu upp í miðlungshita. Settu kúrbítinn, rauðu paprikuna, laukinn, hvítlaukinn og ½ tsk. af salti. Steiktu í sex mínútur og hrærðu vel í. Lækkaðu hitann og helltu tómötunum saman við.
- Bættu lasagna-plötunum saman við og passaðu upp á að þær séu allar vel ofan í. Setjið lokið á og eldið í 15 mínútur á lágum hita. Athugið þá með plöturnar. Þær eiga að vera næstum því „al dente“ eða tilbúnar.
- Setjið því næst ricotta-ostinn með skeið ofan á lasagnað. Setjið lokið aftur ofan á pönnuna og eldið í 10 mínútur til viðbótar eða þar til osturinn er fallega bráðinn og lasagna-plöturnar eru tilbúnar. Stráið salti og pipar yfir og skreytið með basil-laufum.