Alvöru ítalskar kjötbollur með mozzarella-fyllingu

Það verður ekki annað sagt um þessar elskur en að …
Það verður ekki annað sagt um þessar elskur en að þær séu girnilegar. Good Housekeeping

Hver elskar ekki fylltan mat? Hvað þá dýrindis ítalskar kjötbollur með mozzarella-fyllingu sem lekur út þegar gafflinum er stungið á bókakaf. Það gerist vart girnilegra og góðu fréttirnar eru að það er alls ekki svo flókið að búa þær til.

Uppskrift:

  • 600 gr. Nautahakk
  • 100 gr. brauðmylsna
  • 3 msk. mjólk
  • 1 stórt egg
  • 3 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1 msk. ferskt rósmarín, saxað
  • 1 dós af mozzarella-kúlum (litlum)
  • 2 msk. ólífuolía
  • 500 ml marinara-sósa
  • Steinselja, til skreytingar
  • Niðurrifinn parmesan-ostur, til skreytinga
  • Brauð, sem meðlæti
  • Pasta, til að hafa með bollunum

Aðferð:

  1. Blandið saman í stóra skál nautahakki, brauðmylsnu, mjólk, eggi, hvítlauk, rósmarín, ¼ tsk. salt og ½ tsk. pipar. Takið sem nemur tveimur matskeiðum og búið til bollu utan um mozzarella-kúlu. Endurtakið þar til allar kúlurnar og öll kjötblandan er búið.
  2. Hitið pönnu á miðlungshita. Setjið steikingarolíu á og steikið bollurnar í tíu mínútur eða þar til þær eru orðnar fallega brúnar allan hringinn. Bætið marinara-sósunni saman við. Lækkið hitann og látið malla í 12 mínútur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn.
  3. Skreytið með steinselju og parmesan og berið fram með brauði og pasta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert