Það er fátt flottara en fagmannlegir taktar við barstörf. Ef lágmarksþekking á vinsælum kokteilum fylgir með er um alslemmu að ræða og ljóst að árshátíðarpartýið er í góðum höndum.
Góður Whiskey Sour er ekki á allra færi enda ekki eitthvað sem þú sullar saman með kokteilblöndu og gosi. Alvöru Whiskey Sour inniheldur gott whiskey, sítrónusafa, sykur síróp og lítið egg.
Við kenndum ykkur að gera sírópið hér:
Sjá frétt mbl.is: Heimagert síróp sem slær í gegn
Og nú kennum við ykkur að nota það.
Uppskriftin af Whiskey Sour er svohljóðandi:
Whiskey Sour
- 2 hlutar Whiskey
- 1 hluti nýkreistur sítrónusafi
- 3/4 hluti sykur síróp
- 1 eggjahvíta
- klaki
- kirsuber
Áhöld
- Kokteilhristari
- Sigti
- Mæliglas
- Coupe glas
- Kokteilpinni eða prjónn fyrir kirsuberið
Aðferð
- Setjið whiskey-ið, sítrónusafa, síróp og eggjahvítu og hristið af ákafa í 10 sekúndur.
- Bætið klakanum við og hristið í aðrar 10 sekúndur eins og þið meinið það. Munið að loka hristaranum.
- Sigtið ofan í glasið (til að klakinn fari ekki með).
- Skreytið og drekkið varlega.
Hvíta froðan er eignuð eggjunum sem binda kokteilinn saman og gefa honum prótín.
Skjáskot af The Kitchn
Hægt er að nota hefðbundið heimilissigti ef svo ber við.
Skjáskot af The Kitchn