Sturlað súkkulaði-salami

Súkkulaði salami hljómar kannski grunsamlega en er algjörlega stórfenglegt.
Súkkulaði salami hljómar kannski grunsamlega en er algjörlega stórfenglegt. Íris Ann Sigurðardóttir/mbl.is

„Þetta gúmmelaði er upphaflega frá Ítalíu og Portúgal. Það er til í mörgum útgáfum og auðvelt er að leika sér með hráefnin. Það sem er frábært við þennan súkkulaðirétt er hve einfaldur hann er og bragðgóður. Þetta getur hreinlega ekki klikka, ég meina hver elskar ekki súkkulaði? Og svo geymist hann vel svo hægt er að gera hann 1-2 dögum áður en borða á þessa dásemd. Það er mjög gaman að gera minni útgáfu og koma með í matarboð, svo er þessi dásamlega súkkulaði „pulsa“ svo falleg þegar hún er skorin – svolítið eins og að opna fallega innpakkaða gjöf,“ segir Linda Björk Ingimarsdóttir matarbloggari á Eatrvk.com sem bauð Matarvefnum upp á þessa dýrindis súkkulaðidúllu fyrir skemmstu.

200 g gott dökkt súkkulaði
85 g smjör
80 g sykur
1/2 tsk. vanillu essens
1 stórt egg og ein eggjarauða
180 g gott kex, mér finnst geggjað að nota frá LU Bastogne duo, með karmellu og möndlum
1/2 bolli þurrkuð trönuber eða aðrir þurrkaðir ávextir, saxaðir
1/2 bolli pistasíur saxaðar gróft, eða aðrar hnetur
Flórsykur til að skreyta

Bræðið súkkulaðið og smjör í skál yfir vatnsbaði og setjið svo til hliðar.

Blandið saman með handþeytara vanilludropum, sykri og eggi þar til blandan er fallega ljósgul.

Brjótið kexið og bætið saman við eggið, hellið svo hnetum og þurrkuðum ávöxtum saman við.

Blandið súkkulaðinu saman við varlega með sleif. Setjið blönduna á plastfilmu og rúllið upp í pulsu með því að snúa vel upp á endana. Setjið í kæli þar til gleðin hefur harðnað.

Stráið flórsykri yfir og nuddið vel á sívalninginn og skerið í sneiðar og njótið með góðu rauðvínsglasi eða kaffibolla.

Linda Björk mælir með góður rauðvínsglasi með súkkulaðidúllunni.
Linda Björk mælir með góður rauðvínsglasi með súkkulaðidúllunni. Íris Ann Sigurðardóttir/mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert