Brjálæðislega holl Búddaskál með hnetusósu

Þessi uppskrift er mjög ljúffeng en vissulega má nota nánast …
Þessi uppskrift er mjög ljúffeng en vissulega má nota nánast hvað sem er í skálina og breyta og bæta eins og hugmyndaflugið stingur upp á. Kristinn Magnússon

Girnilegar skálar með hollu góðmeti hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum síðastliðin ár. Þessar skálar kallast gjarnan búdda-skálar en uppleggið í þeim er hollmeti í formi grænmetis og próteins og jafnvel ávaxta.

Þessi uppskrift er mjög ljúffeng en vissulega má nota nánast hvað sem er í skálina og breyta og bæta eins og hugmyndaflugið stingur upp á. Ég reyni yfirleitt að blanda bæði ávöxtum og grænmeti og mér finnst skemmtilegt að hafa salatið litríkt. Eftir að hafa legið yfir samfélagsmiðlum virðist einnig skipta mjög miklu máli að skálin sjálf sé falleg. Eftir góðan rúnt fann ég þessa fallegu skál í Borð fyrir 2 og ég gat hafist handa við að fullkomna hugmyndir mínar um heimagerða Búdda-skál.

Salat – fyrir 2

100 g spínat eða klettakál
1 granatepli, kjarnarnir úr því
1 dl bláber
2 dl avókadó í teningum
2 dl mangó í teningum
- það er einnig gott að nota sætar kartöflur  


Próteinríkar blómkáls- og parmesanbollur

Mjög stór uppskrift – ég frysti uppskeruna í litlum pokum en einnig má steikja klatta úr deiginu.

800 g blómkál, soðið
1,5 - 2 bollar möndlumjöl (mjög próteinríkt)
1 bolli parmesan, rifinn
3 egg
Sjávarsalt
Pipar
Chilíflögur í kvörn (má sleppa) eða
annað krydd eftir smekk

Hitið ofninn í 170 gráður.Sigtið vatnið vel frá blómkálinu. Gott er að kreista blómkálið jafnvel í viskastykki til að losna við vatnið.
Stappið blómkálið með kartöflustöppu.Hrærið öllum innihaldsefnunum saman við.Það er best að krydda deigið duglega því það er ekki bragðmikið.Deigið á að loða vel saman líkt og fisk- eða kjötfars. Ef deigið er of blautt skaltu bæta við meira mjöli.Mótið bollur með skeið og setjið á bökunarpappír.Bakið í 12-15 mínútur eftir stærð eða þar til bollurnar taka að gyllast.

Hnetusósa með chilí

2 msk hnetusmjör
4 msk góð olía
2 msk appelsínusafi
1/ tsk chilíflögur í kvörn, malað
Hunang eftir smekk ef vill
 

Allt sett í krukku og hrist eða hrært og hellt yfir salatið eftir að því hefur verið raðað fallega saman ásamt bollunum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka