Girnilegar skálar með hollu góðmeti hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum síðastliðin ár. Þessar skálar kallast gjarnan búdda-skálar en uppleggið í þeim er hollmeti í formi grænmetis og próteins og jafnvel ávaxta.
Þessi uppskrift er mjög ljúffeng en vissulega má nota nánast hvað sem er í skálina og breyta og bæta eins og hugmyndaflugið stingur upp á. Ég reyni yfirleitt að blanda bæði ávöxtum og grænmeti og mér finnst skemmtilegt að hafa salatið litríkt. Eftir að hafa legið yfir samfélagsmiðlum virðist einnig skipta mjög miklu máli að skálin sjálf sé falleg. Eftir góðan rúnt fann ég þessa fallegu skál í Borð fyrir 2 og ég gat hafist handa við að fullkomna hugmyndir mínar um heimagerða Búdda-skál.
Salat – fyrir 2
Próteinríkar blómkáls- og parmesanbollur
Mjög stór uppskrift – ég frysti uppskeruna í litlum pokum en einnig má steikja klatta úr deiginu.
800 g blómkál, soðið
1,5 - 2 bollar möndlumjöl (mjög próteinríkt)
1 bolli parmesan, rifinn
3 egg
Sjávarsalt
Pipar
Chilíflögur í kvörn (má sleppa) eða
annað krydd eftir smekk
2 msk hnetusmjör
4 msk góð olía
2 msk appelsínusafi
1/ tsk chilíflögur í kvörn, malað
Hunang eftir smekk ef vill