Þessi uppskrift er í senn kjánalega auðveld og afburða bragðgóð. Því má segja að um alslemmu sé að ræða því hún er einnig holl og góð og passar jafnt í mánudagsmatinn sem helgarsnæðinginn.
Mælt er með því að notuð séu beinlaus læri í uppskriftinni en í sjálfu sér má nota hvað sem er af fuglinum. Leggirnir eru einnig vinsælir en aðalatriðið er að grilla kjötið vel þannig að skinnið verði brakandi girnilegt.
Uppskrift
- 4-6 kjúklingalæri
- 2 fennel
- 4 hvítlauksgeirar
- 1 sítróna
- 2 msk. ólífuolía
- 2 msk. þurrt hvítvín
- 1 tsk. sjávarsalt
- ferskur svartur pipar
Aðferð
- Setjið ofnskúffu inn í ofninn og stillið á 220 gráður. Setjið kjúklinginn í stóra skál og leggið til hliðar.
- Snyrtu fennelinn með því að skera burt stilkana en hendið þeim alls ekki. Skerið hvern fennel í ferninga (frá rótinni). Skerið hvern ferning í tveggja sentímetra sneiðar. Setjið út í skálina sem geymir kjúklinginn. Maukaðu nú fennel-stilkana og settu 1 msk. af maukinu saman við kjúklinginn.
- Saxaðu hvítlaukinn og settu ofan í skálina. Rífðu því næst börkinn utan af sítrónunni saman við. Næst skaltu kreista sítrónusafann saman við. Loks er það olían og hvítvínið. Kryddið með saltinu og slatta af svörtum pipar og blandið öllu vel saman.
- Settu smjörpappír í ofnskúffuna og helltu kjúklingablöndunni á pappírinn. Raðaðu fennelnum til hliðanna en hafðu kjúklinginn í miðjunni.
- Bakið í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður (veltur á bitastærðum). Takið skúffuna út og setjið álpappír yfir og látið bíða í 5-10 mínútur.
- Berið fram með hrísgrjónum, fersku salati, kartöflum eða brauði.
- Hægt er að geyma afganginn í kæli í lokuðu íláti í allt upp í fjóra daga.