Þessi uppskrift sameinar tvær uppáhaldsfæðutegundir: taco og lasagna. Taco-lasagnað er sérlega einfalt og tekur stuttan tíma að gera það. Þessi uppskrift er eins einföld og hún getur orðið en fyrir þá sem vilja bæta aðeins í mælum við með að gera gott guacamole, hafa salsa-sósur í mismunandi styrkleikaflokkum og að sjálfsögðu sýrðan rjóma. Fyrir þá allra flinkustu er síðan ekki úr vegi að reiða fram pico de gallo eða annað sann-mexíkóskt meðlæti.
Lasagna-plötur komnar í botninn.
Ljósmynd / The Girl Who Ate Everything
Uppskrift
- 1 pakki af forelduðum lasagna-plötum
- 600 gr. af nautahakki
- 2 pakkar af taco-kryddi
- 1 egg
- 1 stór dós af kotasælu
- 1 stór poki af rifnum osti
- 1 stór krukka af salsa-sósu
Aðferð
- Hitið ofninn upp í 180 gráður.
- Steikið hakkið á pönnu og setjið kryddið saman við.
- Blandið egginu saman við kotasæluna.
- Takið eldfast mót og byrjið á að setja lag af lasagna-plötum á botninn uns þið eruð búin að hylja hann. Næst setjið þið veglegt lag (1/3 af dósinni) af kotasælu ofan á og síðan 1/3 af hakkinu. Því næst 1/3 af salsa-sósunni og loks 1/3 af ostinum. Síðan endurtakið þið ferlið tvisvar þar til allt hráefnið er komið ofan í eldfasta mótið. Gott er að skreyta efsta lagið með jalapeno, vorlauk eða einhverju álíka sniðugu sem ykkur dettur í hug.
- Bakið í 30-40 mínútur og látið síðan eldfasta mótið standa í 10 mínútur eftir að þið takið það út úr ofninum. Það má líka skella ögn af sýrðum rjóma ofan á.
Kotasælan komin ofan á lasagna-plöturnar.
Ljósmynd / The Girl Who Ate Everything
Hér er nautahakkið komið ofan á kotasæluna.
Ljósmynd / The Girl Who Ate Everything
Og salsa-sósan.
Ljósmynd / The Girl Who Ate Everything
Hér er osturinn kominn ofan á.
Ljósmynd / The Girl Who Ate Everything