Alþjóðlegi vöffludagurinn er í dag og því ekki úr vegi að birta uppskrift eftir Jennifer Berg sem er flinkari en flestir í matargerð. Hún segir að leyndarmálið að baki brakandi stökkum vöfflum sé að hafa hráefnið kalt. Hún segist líka nota sódavatn í stað venjulegs vatns sem hún setur í rétt áður en hún bakar vöfflurnar.
Jennifer stingur jafnframt upp á því að þið bragðbætið vöfflurnar eftir smekk og stingur hún upp á kókosflögum, súkkulaðibitum, rifnum hnetum eða kanil.
Meðfylgjandi er jafnframt uppskrift að bláberjasósu sem hún segir að sé mjög auðveld en dásamlega bragðgóð. Jafnframt sé léttþeyttur rjómi nauðsynlegur og svo er bara að njóta Alþjóðlega vöffludagsins.
Fyrir þá sem vilja lesa meira af snilldaruppskriftum Jennifer er hægt að fylgjast með henni inni á Trendnet og á Jen´s Delicious Life.
Vöfflur
Bláberjasósa
Aðferð
Bláberjasósa
Vöfflur