Hið fullkomna þriðjudagspasta

Girnilegt og auðvelt pasta sem hentar vel á þriðjudegi.
Girnilegt og auðvelt pasta sem hentar vel á þriðjudegi. Ljósmynd/Food52

Það er fátt unaðslegra á þriðjudegi en gott pasta sem bráðnar í munninum. Yfirfullt af osti og rjóma og merkilega auðvelt að gera. Fullkomið ef þú ert að flýta þér og langar að eyða tíma í eitthvað allt annað en að elda kvöldmat.

Hið fullkomna þriðjudagspasta

  • 500 ml rjómi
  • ½ dós af saxaðir tómatar í dós í sósu
  • ½ bolli rifinn Romano ostur (hægt að nota hvaða tegund sem er í staðinn)
  • ½ bolli Fontina ostur (hægt að hota hvaða tegund sem er í staðinn)
  • ½ bolli gráðostur – mulinn
  • 2 msk kotasæla
  • 150 gr mozzarella ostur – þunnt skorinn
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 6 fersk basillauf – gróft skorin
  • 500 gr penne pasta
  • 100 gr ósaltað smjör

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 260 gráður.
  2. Látið suðuna koma upp í potti. Setjið salt út í vatnið.
  3. Í stóra skál skal blanda öllum hráefnunum saman, fyrir utan pasta og smjörið. Hrærið vel saman.
  4. Setjið pastað út í sjóðandi vatnið og sjóðið í 4 mínútur. Hellið vatninu af og setjið út í skálina með hinum hráefnunum.
  5. Setjið í eldfast mót og setjið smjörið í þunnum sneiðum ofan á. Bakið uns það er sjóðandi girnilegt og fínt í 7-10 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert