Það virðist ekki vera neitt grátt svæði er varðar kryddið kóríander. Fólk annað hvort hatar það eða elskar. Kóríander er mikið notað í ýmsa matargerð svo sem mexíkóska en viðist þó eiga undir stöðugu höggi að sækja.
Á facebook er að finna fjölda hópa gegn kryddinu bæði íslenska og erlenda. Fólk fer mikinn og æsir sig fljótt og örugglega yfir kryddinu. Sá stærsti I hate Coriander gengur svo langt að taka upp hatursmyndbönd þar sem kryddinu er tildæmis sturtað niður.
Einnig er til hinn ýmiss varningur tileinkaður baráttunni gegn kóríander og jafnvel lítil vefverslun sem helgar sig umræddri baráttu og selur boli með áletruninni : Segðu nei við kóríander og Reyndu að bragðast ekki eins og sápa!
Það áhugaverða er að það er í raun líffræðileg ástæða fyrir því að sumum þykir kryddið bragðast eins og sápa á meðan aðrir elska það. Ástæðan fyrir kóríanderhatrinu er sum sé efnafræðileg um samkvæmt SciShow.com, en það eru um 4-14% heimsins kóríanderhatarar af líffræðilegum ástæðum. Viss gen í líkamanum valda því að bragðið sem kryddið vekur er það sama og af sápu. Þar hafi þið það - kóríanderhatarar eru í raun líffræðilega öðruvísi!