Kjötbollur með piparosti

Kjötbollur með piparosti eru ákaflega auðveldar í gerð og bragðgóðar.
Kjötbollur með piparosti eru ákaflega auðveldar í gerð og bragðgóðar.

Púrrulaukssúpa hefur lengi vel verið leyni innihaldsefni í ýmsum réttum. Hér er komin kjötbolluuppskrift sem inniheldur súpuna sérlegu. Þessi uppskrift hefur gengið milli saumaklúbba í áraraðir og þá venjulega með chillísósu en hér er hún örlítið breytt - án sósu en með piparosti. Klúbbkonurnar í kringum mig segja þessa uppskrift vera afburðar góða.

420 g nautahakk
2 egg
1 pakki Toro púrrulaukssúpa
1 pakki Ritz-kex
1/2 piparostur rifinn
smá pipar

Rífið ostinn og myljið kexið. Blandið öllum innihaldsefnunum saman og mótið litlar kúlur.
Bakið bollurnar í ofni við 180 gráður í 25 mínútur eða þar til þær fara að brúnast.

Berið fram með brúnni sósu, sultu og salati eða kartöflumús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert