Draumadrengur amerísku þjóðarinnar Tom Brady hefur hafið framleiðslu á sínum eigin matarpökkum sem hann segir að séu sérsniðnir fyrir þá sem „vilja ná hámarksárangi og viðhalda honum með réttu mataræði.“ Maturinn sé ekki eingöngu fyrir íþróttafólk heldur alla þá sem vilji hugsa vel um líkama og sál.
Sjálfur fylgir Brady mjög stífu matarræði og segir það enga tilviljun að hann hafi enst eins vel í NFL-deildinni og raun ber vitni en hann er 39 ára gamall og hefur sjaldan verið betri.
Mataræðið sé grænmetisfæði án glútens og allrar unninnar fæðu og kosti ekki mikið. En það er þó ekki í boði hér á landi og stendur víst ekki til. Þeir sem búa í Bandaríkjunum geta pantað pakkann hans Brady sem inniheldur 3 máltíðir fyrir 2 fullorðna fyrir 8.800 krónur.
Meðal þess sem Brady leggur sjálfur áherslu á í sínu mataræði er grænmeti en 80% af mataræði hans er grænmeti en 20% er kjöt. Hann er með einkakokk sem fylgir honum og eiginkonu hans, Gisele Bundchen, hvert sem þau fara og hann hefur aldrei smakkað kaffi eða jarðarber.