Steiktar kjúklingabringur með vínberjum í gráðostasósu

Úlfar ber bringurnar fram með avókadóteningum sem passa vel við …
Úlfar ber bringurnar fram með avókadóteningum sem passa vel við vínberin og auka enn á ferskleikan. mbl.is/Karl Petersson

Guðdómlega góð og einföld uppskrift frá Úlfar Finnbjörnssyni matreiðslumeistara. Gráðostasósa og vínber eiga nefnilega í eldheitu ástarsambandi og meika fullkomin „sens“ saman. Uppskriftin birtist upphaflega í uppskriftabækling Holta. Uppskriftin dugar fyrir 4.

4 stk 100% kjúklingabringur
salt og nýmalaður pipar
2 msk olía
3 dl kjúklingasoð eða vatn og kjúklingakraftur
1 dl rjómi
sósujafnari
1-2 msk gráðostur í litlum bitum
20 steinlaus vínber

Saltið kjúklingabringur og kryddið með pipar. Steikið bringurnar í olíu á pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið. Hellið soði og rjóma á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í 12-14 mínútur eða þar til kjarnhiti bringanna nær 70°C.

Þykkið sósuna með sósujafnara og bætið gráðosti og vínberjum saman við. Smakkið til með salti og pipar.

Berið bringurnar fram með sósunni og t.d. steiktum kartöflum og grænmeti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert