Stefán Karl bakaði einhyrningsköku

Júlía var alsæl með skemmtilegu regnbogatertuna.
Júlía var alsæl með skemmtilegu regnbogatertuna.

Leikarinn og ljúfmennið Stefán Karl Stefánsson bakaði stórkostlega einhyrningstertu handa Júlíu dóttur sinni sem á afmæli á morgun. „Júlía bað um þetta sem þema og ég brást ekki áskoruninni og tók þetta alla leið,“ segir Stefán. Afmælisbarnið var alsælt með árangurinn en tertan var með vanillubragði og þótti einstaklega gómsæt. Bökunarfrensý-inu er þó ekki lokið þar sem fjölskyldan kemur í afmæli á morgun. „Þetta er heil afmælishelgi hér á bæ,“ segir Stefán en hann er búinn að baka rosalega súkkulaðisprengju fyrir morgundaginn. Glanni glæpur kemur sífellt á óvart! Hann gerir þó lítið úr bökunarafrekum sínum og viðurkennir að hann kunni ekki að elda. „Steina kann ekki að baka og ég kann ekki að elda mat, fullkomið hjónaband!“

Einhyrningurinn glæsilegi hvarf hratt og örugglega ofan í veislugesti.
Einhyrningurinn glæsilegi hvarf hratt og örugglega ofan í veislugesti.
5 lituð lög mynduðu fallega regnbogatertu.
5 lituð lög mynduðu fallega regnbogatertu.
Stefán bakaði stórkostlegar súkkulaðibombur fyrir fjölskylduveisluna á morgun.
Stefán bakaði stórkostlegar súkkulaðibombur fyrir fjölskylduveisluna á morgun.
Stefán Karl er meistari í bakstri. Engir glæpir þar!
Stefán Karl er meistari í bakstri. Engir glæpir þar! mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert