Svavar Örn Svavarsson, hárgreiðslumaður og útvarpsstjarna á K100, er mikið snyrtimenni í eldhúsinu. Hann laumaði góðum húsráðum að okkur um daginn.
Svavar setur alltaf uppþvottaburstann með í uppþvottavélina til að sótthreinsa hann.
Útvarpsmaðurinn knái kann einnig vel að meta beikon en þolir ekki fituslettur. Því eldar hann beikonið alltaf í eldföstu móti svo fitan spýtist ekki um allt við að steikja það á pönnu.
Lumar þú á húsráði? Sendu okkur línu á matur@mbl.is.