Hægeldað páskalamb

Hér er boðið upp á létteldaðar baunir með lærinu sem …
Hér er boðið upp á létteldaðar baunir með lærinu sem þykir heldur óvenjulegt á íslenskum heimilum þar sem við kjósum að hafa þær niðursoðnar. Ljósmynd/Bon Appetit - skjáskot

Fátt er meira tilheyrandi um páskana en að bjóða upp á lambalæri. Hægeldun á hér einstaklega vel við og það góða við íslenska lambið er að það er sérlega bragðmikið kjöt sem þarfnast lítillar íhlutunar. Því er best að hafa það einfalt og leyfa elduninni að leika aðalhlutverkið.

Hægeldað páskalamb

  • Lambalæri
  • Ferskt rósmarín
  • Ferskt timían
  • 4 hvítlauksrif
  • Sjávarsalt
  • Ferskur nýmalaður pipar


Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 75 gráður.
  2. Skerið rifur í kjötið og stingið hvítlauknum og kryddinu í þær. Penslið lærið með olíu og kryddið vel með salti og pipar. Setjið afgangs krydd ofan á lærið. Ekki er verra ef lærið er lítið standa yfir nótt.
  3. Eldið kjötið í sex klukkustundir.
  4. Að þeim tíma liðnum skal hækka hitann á ofninum upp í 180 gráður og elda kjötið í 20 mínútur til viðbótar.
  5. Takið kjötið út úr ofninum og látið það hvíla í 15-20 mínútur. Það losar um spennu í kjötinu sem gerir það að verkum að safinn fer síður úr því þegar það er skorið.
  6. Hægt er að bjóða upp á alls kyns meðlæti með kjötinu. Vinsælt er að gera soðsósu en hér leyfum við hugmyndaauðginni að njóta sín og óskum ykkur gleðilegra páska.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert