Djúsí fiskréttur með Mexíkó-ostasósu

Djúsí fiskréttur með mexíkó-ostasósu er fullkomin leið til að mjaka …
Djúsí fiskréttur með mexíkó-ostasósu er fullkomin leið til að mjaka sér úr páskafríinu. mbl.is/fiskurimatinn.is

Þessi bragðgóða uppskrift kemur frá fiskurimatinn.is og er hæfilega djúsí lending eftir allt sukkið í páskafríinu. Fiskurinn kemur með hollustuna sem kroppurinn þráir en tortillaflögurnar og mexíkóska rjómasósan gæla við bragðlaukana.

Innihald:

  • 800 g gullkarfahnakkar
  • 1 stk. mexíkóostur
  • 250 ml rjómi
  • 1 teningur grænmetiskraftur
  • Maizena-kornsterkja
  • 10 stk. kirsuberjatómatar 
  • ½ rauðlaukur, sneiddur
  • 1 lúka ferskt kóríander
  • 2 lúkur tortilla-flögur 

Aðferð:

Leggið fiskinn í eldfast form, saltið og piprið yfir. Skerið ostinn í teninga og setjið í pott, setjið vatn í pottinn sem fer yfir ostinn, sjóðið þar til osturinn hefur leyst upp. Bætið rjómanum og grænmetiskraftinum út í, fáið upp suðu aftur og þykkið örlítið með ljósum maizena-þykki.

Hellið helmingnum af sósunni yfir fiskinn, skerið tómatana, laukinn og kóríander og dreifið yfir. Hellið restinni af sósunni yfir, myljið flögurnar og dreifið yfir.

Eldið í 1820 mín í 200°C heitum ofni. Gott er að setja fiskinn inn í mjúkar tortillur og bæta við sýrðum rjóma og salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert