Grillkjúklingur með engifer og BBQ-sósu

Grillkjúklingur er ákaflega vinsæll hérlendis en afganginn er tilvalið að …
Grillkjúklingur er ákaflega vinsæll hérlendis en afganginn er tilvalið að nýta í salöt, súpur eða vefjur. mbl.is/Karl Petersson

Þessi uppskrift er úr Stóru alifuglabókinni hans Úlfars Finnbjörnssonar. Sitjandi kjúklingur hefur lengi verið vinsæll á grillum landsmanna og sumir nota jafnvel bjórdósir til þess arna en hér er mælt með að fylla dósina eða hólkinn með engiferdrykk.

Sitjandi kjúklingur með engifer, chili og BBQ-sósu

1 heill Holta-kjúklingur
olía
salt og nýmalaður pipar
1 chili-aldin, fræhreinsað og saxað
4 cm engiferrót, smátt söxuð
2 dl engiferdrykkur frá Himneskri hollustu
grillhólkur, fæst í Grillbúðinni, eða tóm bjórdós
2-3 dl BBQ-sósa

Penslið kjúklinginn með olíu og nuddið með salti og pipar að innan og utan. Setjið chili-aldin, engiferrót og engiferdrykk ofan í grillhólkinn eða bjórdósina og komið fuglinum fyrir ofan á.

Setjið á meðalheitt grill og grillið undir loki í 45 mínútur. Penslið þá fuglinn með ½ dl af BBQ-sósunni og grillið í 10 mínútur til viðbótar eða þar til kjarnhiti nær 70°C.

Berið fram með afganginum af BBQ-sósunni og t.d. grilluðu grænmeti, kartöflum og salati.

Úlfar Finnbjörsson og Karl Petersson ljósmyndari sem tók myndirnar í …
Úlfar Finnbjörsson og Karl Petersson ljósmyndari sem tók myndirnar í Stóru alífuglabókinni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert