Argentínsk kjötsósa að hætti Burro

Chiimichurri er upprunalega frá Argentínu og þykir henta einstaklega vel …
Chiimichurri er upprunalega frá Argentínu og þykir henta einstaklega vel með nautakjöti. /mbl.is

Chimichurri er argentínsk sósa en uppistaðan er ferskt krydd, hvítlaukur og olía. Sósan þykir ákaflega góð með grilluðu nautakjöti en mörgum finnst hún henta með nánast hverju sem er. Chimichurri-sósan á veitingahúsinu Burró við Ingólfstorg þykir bera af. Við blikkuðum kokkinn sem deildi með okkur sinni útgáfu af þessari hollu og ljúffengu sósu.

CHIMICHURRI að hætti Burro 

90 g ferskt kóríander 
200 g fersk steinselja 
30 g hvítlaukur
100 g laukur
2 g ferskt timijan
6 g ferskur grænn chilípipar, fræhreinsaður
1 g pipar
15 g salt
30 cl sítrónusafi
20 g hrísgrjónaedik
125 g olífuolía 

Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman. 

Burro leggur áherslu á mexíkóska og framandi matargerð.
Burro leggur áherslu á mexíkóska og framandi matargerð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert