Þessi spjót eru er sérlega spennandi því nautakjöt að asískum hætti klikkar sjaldan. Uppskriftin hefur flogið hátt á Pintrest þar sem hún er lofuð í bak og fyrir. Þetta er fremur einfalt en við ráðleggjum ykkur að marinera kjötið yfir nótt inn í kæli. Þannig fær bragðið sín best notið.
Grilluð steikarspjót með asísku ívafi
Skerið steikina í 2-3 sm ferninga. Skerið rauðlaukinn í stóra bita. Leggið til hliðar.
Í stórri skál skal blanda saman soyasósu, hvítlauk, sesamolíu, grænmetisolíu, sykri, engifer og sesamfræjum. Bætið kjötinu saman við og látið marinerast í þrjá tíma eða lengur (helst yfir nótt).
Grillið skal vera heitt. Þræðið kjötið og laukinn til skiptis upp á prjón og grillið í 8-10 mínútur eða þar til kjötið er orðið eins og þið viljið hafa það.