Sætkartöflusúpa – 7 innihaldsefni

Tilvalið er að taka afganginn með í nesti daginn eftir.
Tilvalið er að taka afganginn með í nesti daginn eftir. mbl.is/Tobba Marinós

Þessi súpa er einföld, ódýr og holl! Hana má vel frysta og nýta sem nesti í nokkra daga. Það má líka setja 1 dl af appelsínusafa út í súpuna eða bæta við venjulegum kartöflum, blómkáli eða gulrótum. Mér finnst gott að taka ferskar íslenskar gulrætur og saxa út í og leyfa bitunum að malla með eftir að búið er að mauka súpuna. Ekki er verra að dreifa fersku kóríander yfir í lokin!

600 g sætar kartöflur
1 dós kókosmjólk
1 laukur
1 lítri grænmetis- eða kjúklingasoð 
2 cm ferskt engifer, rifið 
Salt eftir smekk og annað krydd svo sem chillípipar 
Olía

Sjóðið kartöflurnar uns mjúkar. Setjið til hliðar.
Saxið laukinn og steikið upp úr olíu eða smjöri.
Þegar laukurinn er orðinn mjúkur fara kartöflurnar, soðið og kókosmjólkin út í.
Engiferið er best að skera í þunnar ræmur svo leiðinlegir þræðir flækist ekki með.
Allt er svo maukað með töfrasprota og kryddað eftir smekk.

Skreyta má súpuna með smá kókosrjóma og fersku kóríander eða steinselju.

Einföld og góð súpa sem vel má bæta baunum eða …
Einföld og góð súpa sem vel má bæta baunum eða gróft söxuðu grænmeti út í. mbl.is/Tobba Marinós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka