Hvernig væri að bjóða upp á eitthvað nýtt og hugsanlega eina stórfenglegustu máltíð lífs þíns í kvöld? Okei eða allavega vikunnar. Hér koma nokkrar af uppáhaldsuppskriftum mínum sem virkilega bæta og kæta!
Þorskur með pistasíusalsa
Þessi uppskrift tekur dálítinn tíma en er ALGJÖRLEGA þess virði. Um er að ræða stórkostlegan mat sem flestir geta ekki beðið eftir að elda aftur.
Sturlaður steinbítur í piparsósu með vínberjum
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þetta er einn vinsælasti rétturinn á fiskistaðnum Messanum og ég fæ bara ekki nóg af honum svo ég hnuplaði uppskriftinni.
Klassískur plokkfiskur
Plokkfiskur er herramannsmatur með góðu rúgbrauði og salati eða léttsteiktu blómkáli. Plokkfisk ætti í raun að bjóða oftar upp á. Sem álegg á litla rúgbrauðsbita í veislum eða ofan á súrdeigspítsur. Jummí!
Miðjarðarhafsfiskur með fetaosti og eggaldin
Einfaldur og stórgóður réttur sem klárast alltaf. Ekki er verra að bjóða upp á hrísgjón og ferskt salat með þessu gúmmelaði.