Ný frönsk sælkeraverslun á Hverfisgötu

Eiendurnir Arnaud-Pierre Fourtané og Didier Fitan standa sjálfir vaktina.
Eiendurnir Arnaud-Pierre Fourtané og Didier Fitan standa sjálfir vaktina. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Frönsku sjarmarnir eru mættir á Hverfisgötu! Um síðustu helgi opnuðu Arnaud-Pierre Fourtané og Didier Fitan fallegu sælkeraverslunina Hyalin á Hverfisgötu 35. Söltu karamellurnar sem þeir selja eru guðdómlegar og ilmkertið með basil og myntu minnir helst á sumarlegan kokteil með ómótstæðilegri lykt.

Báðir eigendur verslunarinnar eru miklir matarmenn. Dider starfaði sem listrænn stjórnandi hjá frönsku matartímariti og er alinn upp við góðmeti úr garðinum hjá ömmu sinni og hráefni beint frá bónda. „Í starfi mínu hjá tímaritinu lærði ég enn frekar að meta sælkeravörur og kynntist mörgum smáframleiðendum svo ég þróaði matarþekkingu mína enn frekar,“ segir Dider sem verslar beint við franska smáframleiðendur og bændur.

Ilmkertin gefa mikla lykt og ilma öll af matvöru!
Ilmkertin gefa mikla lykt og ilma öll af matvöru! Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Þetta franska súkkulaði var innblásturinn að Willy Wonka-stykkjunum í kvikmyndinni …
Þetta franska súkkulaði var innblásturinn að Willy Wonka-stykkjunum í kvikmyndinni um Kalla og súkkulaðigerðina. Hönnunin er keimlík og súkkulaðið gott. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Arnaud-Pierre hefur bakgrunn úr tísku og markaðsmálum en hefur brennandi áhuga á ostum, góðum vínum og matvöru beint frá bónda. Þeir stofnuðu í sameiningu útgáfufyrirtækið Kaiserin Editions árið 2012 en ákváðu fyrir tveimur árum að flytja til Íslands. „Við höfum ferðast hingað oft, elskum menninguna, bókmenntirnar og tónlistina á Íslandi svo við ákváðum að opna franska sælkeraverslun hérlendis – líklega nyrsta verslun heims sem selur slíkan varning.“ Frönsku sjarmarnir segja að sökum þess hversu lítil verslunin er sé vöruúrvalið takmarkað en þeir muni reyna að bæta við eins og mögulegt er bæði ostum og handgerðum borðbúnaði. „Íslendingar eru mjög forvitnir um franska matargerð og vörur og spyrja mikið út í hvernig nota megi vörurnar sem við seljum, því munum við opna heimasíðu þar sem finna má uppskriftir með vöruúrvali okkar og upplýsingar um vörurnar. Bon appétit!“

Frönsku sjarmarnir taka gestum og gangandi opnum örmum með frönskum …
Frönsku sjarmarnir taka gestum og gangandi opnum örmum með frönskum hreim og fallegum innréttingum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Innréttingarnar í verslunni eru mjög smart en eigendurnir hönnuðu þær …
Innréttingarnar í verslunni eru mjög smart en eigendurnir hönnuðu þær í samstarfi við félaga sinn og komu öllu á laggirnar með hjálp YouTube-kennslumyndbanda. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Verslunin er staðsett í þessu fallega húsi á Hverfisgötu.
Verslunin er staðsett í þessu fallega húsi á Hverfisgötu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert