Kampavínsmargaríta með jarðarberjum

ljósmynd/pizzazzerie
Það er fátt meira viðeigandi á fögrum og sólríkum sumardögum en að fá sér kampavínsmargarítu. Mörgum þykir þetta kannski undarleg blanda en engu að síður nýtur hún mikilla vinsælda og gefur kampavínsdrykkjunni ögn grimmari tón.
Uppskriftin er ekki flókin og við mælum með að þið prófið þessa uppskrift á góðum degi og munið að það má vel nota freyðivín í stað alvöru kampavíns ef svo ber við.
Kampavíns margaríta með jarðarberjum
  • 2 1/2 dl jarðarber, skerið stilkinn burt
  • 180 ml kampavín
  • 180 ml tekíla
  • 60 ml nýkreistur lime-safi
  • 60 ml triple sec
  • bleikur kristallaður sykur
  • Maukið jarðarberin þar til þau eru orðin að mjúkri blöndu.
Aðferð
  1. Blandið saman jarðarberjum, kampavíni, tekíla, limesafa og triple sec og blandið vel saman.
  2. Bleytið brúnina á glasi og þekið með bleikum kristölluðum sykri (eða salti).
  3. Setjið klaka í glasið og hellið yfir.
ljósmynd/pizzazzerie
ljósmynd/pizzazzerie
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert