Hollar vöfflur með hindberjum og granateplum

Vöfflurnar eru það hollar að það má vel borða þær …
Vöfflurnar eru það hollar að það má vel borða þær i morgunverð. mbl.is/Tobba Marinós
Hollur og staðgóður morgunverður með dásamlegum berjum, próteinríkum höfrum og jógúrt. Börnin elska þessa snilld og jafnvel geðvondir nágrannar missa fram bros. Það er tilvalið að toppa vöfflurnar með kirsuberjum sem fást nú víða.

1 bolli heilhveiti
1 bolli haframjöl
1 vel þroskaður banani
1 bolli fersk hindber (ef nota á frosin fara þau með í blandarann)
2-3 msk. hindberja- og granateplasulta án viðbætts sykurs. Ég nota þessa frönsku í háu krukkunum. Það má vel nota bara hindberjasultu.
1 bolli nýmjólk
1 stórt egg
¼ tsk. salt
2 tsk. matarsódi
kókosolía

Til að toppa með:

Grísk jógúrt
Granateplakjarnar
Fersk ber svo sem hindber, jarðarber, bláber eða kirsuber

Setjið eggið, afhýdda banana, haframjöl, heilhveiti, mjólk, matarsóda og salt í blandara og blandið vel. Hrærið fersku berjunum varlega við með sleif. Athugið að deigið er nokkuð þykkt.

Setjið smá kókosolíu í vöfflujárnið og hellið svo deiginu í.

Berið fram með grískri jógúrt, berjum og granateplakjörnum. Ekki er verra að hafa sultu með og heimagert granóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka