1 bolli heilhveiti
1 bolli haframjöl
1 vel þroskaður banani
1 bolli fersk hindber (ef nota á frosin fara þau með í blandarann)
2-3 msk. hindberja- og granateplasulta án viðbætts sykurs. Ég nota þessa frönsku í háu krukkunum. Það má vel nota bara hindberjasultu.
1 bolli nýmjólk
1 stórt egg
¼ tsk. salt
2 tsk. matarsódi
kókosolía
Til að toppa með:
Grísk jógúrt
Granateplakjarnar
Fersk ber svo sem hindber, jarðarber, bláber eða kirsuber
Setjið eggið, afhýdda banana, haframjöl, heilhveiti, mjólk, matarsóda og salt í blandara og blandið vel. Hrærið fersku berjunum varlega við með sleif. Athugið að deigið er nokkuð þykkt.
Setjið smá kókosolíu í vöfflujárnið og hellið svo deiginu í.
Berið fram með grískri jógúrt, berjum og granateplakjörnum. Ekki er verra að hafa sultu með og heimagert granóla.