Hvernig á að halda ísskápnum í lagi?

Góður ísskápur er gulli betri.
Góður ísskápur er gulli betri. Ljósmynd/TheKitchn

Ókrýndur vinnuhestur eldhússins og jafnframt mikilvægasta eldhústækið er ísskápurinn. Það skiptir því sköpum að koma vel fram við hann og tryggja að hann endist sem best og þjóni hlutverki sínu sem best.

Hægt er að tryggja góða endingu ísskápsins með því að fara vel með hann og þar eru nokkur lykilatriði sem geta skipt sköpum.

1. Þrífðu ísskápinn reglulega. Í hugum margra eru þrif á ísskápnum eitt það leiðinlegasta sem hægt er að gera en það er iðulega af því að þeir gera það svo sjaldan. Reyndu frekar að þrífa ísskápinn mánaðarlega og setja það á dagatalið þannig að það gleymist ekki.

2. Dagsettu allt. Þetta er skotheld aðferð til að tryggja að maturinn dagi bókstaflega ekki uppi í kæli. Auðveld aðferð er að nota límmiða eða jafnvel bara málningarlímband og tússa dagsetningar á það. Að því sögðu þarf ekki að tússa á hverja mjólkurfernu enda eru þær vel dagsettar en þetta á við um matarafganga sem fara í ílátum inn í kæli eða annað því um líkt. Eins ef geymsluþolin vara er opnuð og síðan sett í kæli. Þá er gott að merkja hvenær hún var opnuð.

3. Út með lyktina. Vond lykt getur eyðilagt góðan ísskáp og það viljum við ekki. Hér er einfaldasta ráðið að passa upp á að setja allt sem lyktar í lokaða poka eða ílát. Endrum og eins dugar það ekki til þannig að besta ráðið er að hafa alltaf opna dós af matarsóda inn í ísskáp. Matarsódinn dregur í sig vonda lykt og getur reddað málunum ef svo ber við.

4. Fjárfestu í ílátum. Það getur skipt sköpum fyrir skipulag ísskápsins að setja matvöru í góð loftheld ílát. Það auðveldar alla yfirsýn, bætir skipulagið og gerir allt miklu auðveldara. Það hemur líka lykt og annað og gerir ísskápinn í allan stað betri. Mikið úrval er af góðum ílátum hér á landi og má benda á Förtrolig-glerílátalínuna í Ikea sem stendur ávallt fyrir sínu.

Sniðugt er að merkja box og flokka vel til að …
Sniðugt er að merkja box og flokka vel til að koma í veg fyrir glundroða í ísskápnum. Ljósmynd/TheKitchn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert