Guðdómlegt sumarpasta á mínútum

Unaðslegt og fljótlegt!
Unaðslegt og fljótlegt! mbl.is/TM

Sumarlegt og fljótlegt pasta sem svíkur engan. Ég hef aldrei eldað tígrisrækju áður en sá stóra flottar frosnar tígrisrækjur í Hagkaup sem kallaði nafn mitt! Mér þótti einnig hentugt að rækjan kemur í smáum pakkningum sem hentar vel í pasta fyrir tvo. Útkoman var ákaflega bragðgóð og ekki er verra að bjóða upp á kalt ávaxtaríkt hvítvín með. Öll eldamennskan tók um 15 mínútur fyrir utan merineringuna sem þarf að standa í lágmark klukkustund.

Hress marinering.
Hress marinering. mbl.is/TM

250 g ferskt taglatelle
200 g tígrisrækjur 
1 msk sítrónusafi
3 hvítlauksgeirar
100 ml hvítvín
100 g rjómaostur
30 g smjör
1 msk olía
1 box sveppir
3 msk ferskt kóríander eða steinselja
Ferskur parmesanostur
Salt
Pipar 

Afþýðið rækjurnar og marinerið í olíu, sítrónusafa og fersku kryddi í um klukkustund. 
Steikið rækjurnar upp úr smjöri og leginum í um 2 mínútur á háum hita og lækkið undir þegar þær fara að breyta um lit. Hellið þá hvítvíni út á pönnuna ásamt rjómaostinum og niðursneiddum sveppum. Látið malla vi vægan hita i 3 mín. Slökkvið undir pönnunni. Saltið og piprið.

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Hellið sósunni og rækjunum út á og toppið með fersku kryddi eða graslauk. Berið fram með parmesan og klettasalati.

mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert