Djúsí kjúklingapasta Berglindar

Berglind Ósk Loftsdóttir matreiðslumaður vinnur sem sölumaður á stóreldhúsasviði John Lindsay og elskar pasta. Þessi uppskrift tekur aðeins um 30 mínútur að útbúa og er ein af hennar uppáhalds. „Léttari kostur þegar manni langar í djúsí pasta.  Einnig hægt að skipta pasta út fyrir hrísgrjón.“

Djúsí kjúklingapasta - uppskrift fyrir 2

2 kjúklingabringur skornar í litla bita (300-400g)
200g blandað grænmeti. T.d gulrætur, paprika, spergilkál, sveppir og laukur skorið í frekar litla bita. (Einnig hægt að nota frosið grænmeti  eins og spergilkálsblöndu)
1 msk kókosolía eða olívuolía
1 dós kókosmjólk, 400ml
1 pakki Toro Bretagne kjúklingasósa hrærð út í 2 dl af köldu vatni
Salt
Pipar
Kjötkraftur
Sítrónusafi 
300g heilhveiti pasta
 

Setjið vatn í pott fyrir pastað og kveikið undir, bætið pastanu úti þegar vatnið byrjar að sjóða og sjóðið í sirka 15 mínútur (eða samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum) og sigtið svo vatnið frá.

Meðan suðan er að koma upp á vatninu undirbúið hráefnið, skera grænmetið og kjúklinginn í bita. Hræra út Bretagne sósuna.

Þegar hráefnið er klárt og pastað komið í pottinn,  takið stóra djúpa pönnu eða víðan grunnan pott. Hitið með kókosolíunni, þegar hún er orðin frekar vel heit bætið kjúklingnum útá og brúnið vel.  Þegar kjúklingurinn er brúnaður fer grænmetið saman við og brúnað í smá stund. Því næst er kókosmjólkinni helt yfir og hrært vel þar til hún er öll orðin upp leyst. Bretagne sósan sett saman við og hrært vel.  Látin koma upp suða. Lækka hitann og láta sósuna krauma í 5 mín á meðan hún er smökkuð til með, salt, pipar, kjötkraft og sítrónusafa eftir smekk.  Gott að bera fram með fersku salati og hvítlauksbrauði  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka