Grillborgari með halloumi

Halloumi osturinn er blanda úr geita-, sauða- og stundum kúamjólk …
Halloumi osturinn er blanda úr geita-, sauða- og stundum kúamjólk og hefur hátt bræðslumark og lekur því síður út um allt. mbl.is/

Halloumi-ost­ur­inn er upp­runn­inn á Kýp­ur og afar vin­sæll í Grikklandi, Tyrklandi og lönd­un­um við botn Miðjarðar­hafs. Síðustu árin hef­ur hann einnig verið fá­an­leg­ur hér­lend­is og fólk farið að bæta hon­um við ýmsa rétti. Hann er blanda úr geita-, sauða- og stund­um kúamjólk og hef­ur hátt bræðslu­mark og lek­ur því síður út um allt.

Halloumi er góður á alla ham­borg­ara þótt upp­skrift­in sem hér er gef­in sé að græn­met­is­borg­ara. Skiptið út ykk­ar hefðbundnu ostsneið fyr­ir þykka sneið af halloumi og hann verður ekki minna safa­rík­ur. Ef þið ætlið að steikja borg­ar­ann er ekk­ert mál að steikja ost­inn líka, bara nokkr­ar mín­út­ur á hvorri hlið við miðlungs­hita þar til hann er fal­lega gyllt­ur, ekki þarf að steikja hann upp úr olíu nema þið viljið. Það má líka hella ör­litl­um dropa af olíu á hann eft­ir að hann er steikt­ur.

Grillborgari með halloumi

Vista Prenta

Fyr­ir einn:

Gróft ham­borg­ara­brauð að eig­in vali
5 sneiðar af eggald­in, frem­ur þunnt skorn­ar
4 sneiðar af kúr­bít, þunnt skorn­ar langs­um
blaðsal­at
3 sneiðar af 1 cm þykk­um halloumi
salt og pip­ar eft­ir smekk
ólífu­olía
sósa að eig­in vali en það má líka al­veg sleppa henni

Skerið niður græn­metið og halloumi-ost­inn og grillið eða steikið á pönnu. Piprið og saltið græn­metið ör­lítið og penslið upp úr olíu ef þið ætlið að grilla, aðeins að setja ör­lítið af henni á pönn­una. Græn­metið verður stökk­ara grillað svo ef það viðrar vel er um að gera að nýta það. Gott er að grilla ham­borg­ara­brauðin ör­lítið líka. Raðið á borg­ar­ann sal­at­inu og græn­met­inu og látið halloumi-ost­inn vera í miðjunni eins og kjötið. Gott er að bera fram með frönsk­um kart­öfl­um, ekki skemm­ir ef þær eru heima­gerðar úr sæt­um kart­öfl­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert