Sætkartöflusalatið sættir jafnvel sundraða vinahópa og tjúlluð ættarmót um miðnætti. Það er nefnilega staðreynd að vondur matur gerir fólk illt! Sætar kartöflur eru dásamlegar en þetta salat sameinar kalda sósu, kartöflur og salat og er í raun eina meðlætið sem þú þarft ef hugmyndin er að hafa einfalda máltíð eða jafnvel útbúa meðlæti í grillveislu í útilegu eða sumarbústað. Það má vel gera það daginn áður og hella bara sósunni yfir áður en herlegheitin eru borin á borð.
500 g sætar kartöflur, bakað í teningum með olíu og salti
100 g spínat
50 g vorlaukur, saxaður
1/2 rautt chillí fræhreinsað, saxað
1/2 búnt ferskt kóríander, saxað
Sósan:
1 dós sýrður rjómi
3 msk. grísk jógúrt
1-2 tsk. dijon-sinnep
1 msk. hunang
Blandið öllum hráefnunum saman og hrærið sósuna saman við.