„Pönnsuklám“ að hætti læknisins

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Lækninum í eldhúsinu, Ragnari Frey Ingvarssyni, er ýmislegt til lista lagt en þessi nýjasta uppskrift slær öllu við. Sjálfur kallar hann þetta „pönnsuklám“ sem okkur þykir í senn bráðfyndið og skemmtilega óviðeigandi en jafnframt vill hann meina að þetta sé einn magnaðasti þynnkubani sem sögur fara af. Sjaldan lýgur læknirinn og við birtum þessa uppskrift með bros á vör, sannfærð um að næstu helgum sé hér með bjargað.

Pönnsuklám; beikon- og ostapönnukaka með steiktu eggi, fínt skorinni púrru og steiktum tómat

  • 2 bollar hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 2 egg
  • 3 dl mjólk
  • 3 epli
  • 2-3 msk. smjör til steikingar
  • beikon (ad libidum - háð líkamlegri líðan) 
  • nokkrar lúkur af cheddarosti
  • fullt af eggjum

Aðferð:

  1. Setjið hveiti í skál, svo salt, lyftiduft og matarsóda.
  2. Skiljið hvíturnar frá eggjarauðunum og þeytið með písk þangað til þær eru hálfstífþeyttar.
  3. Hrærið deigið saman og blandið svo eggjahvítunum saman við - varlega, með sleif eða sleikju - við viljum ekki slá loftið úr þeim.
  4. Hitið grillið - í dag er kjörinn dagur til að elda utanhúss.
  5. Veljið álegg. Það er metið eftir frammistöðu gærkvöldsins. Í mína pönnsu fóru tvær sneiðar af beikoni, allur þessi ostur, og svo smá púrra - maður verður alltaf að hafa grænmeti með!
  6. Steikið beikon.
  7. Já, og tómat, hann ku vera fullur af andoxunarefnum - og þeirra er þörf í dag!
  8. Bræðið smjör.
  9. Byrjið að steikja pönnukökuna.
  10. Saxið beikon.
  11. Og dreifið því svo á pönnsuna.
  12. Svo rifinn ost. Nóg af rifnum osti.
  13. Steikið egg, sunnyside up!
  14. Snúið pönnukökunni til að steikja ostinn.
  15. OMG!
  16. Hvílík fegurð sem í frelsaranum felst!
  17. Þið hljótið að sjá að þetta hafi verið ótrúlega gott! 
  18. Nú er maður, sko, til í tuskið! 
  19. Bon appetit!
Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert