Lambaborgari sem bragð er af

ljósmynd/Bon Appetit

Þessi borgari er skemmtilegt tilbrigði við hefðbundinn borgara og er sérlega skemmtilegur. Hann ber að grilla og hægt er að undirbúa hann vel áður. Hann er stökkur, snjall, sniðugur, bragðmikill og ólíkur flestum þeim borgurum sem þú hefur áður smakkað.

Lambaborgari sem bragð er af

  • 1.200 gr. lambahakk
  • 1 laukur, meðalstór og smátt saxaður
  • ¾ bolli fersk steinselja, söxuð
  • 1 msk. kóríander
  • ¾ tsk. cumin
  • ½ tsk. kanill
  • 2 tsk. sjávarsalt
  • 1 ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
  • 60 ml ólífuolía (plús smá auka til að nota þegar grillað er)
  • 8 pítubrauð (forskorin)

Aðferð:

  1. Blandið saman lambahakki, steinselju, kóríander, cumin, kanil, salti, pipar og 60 ml af olíu í stóra skál og blandið vel saman með gaffli. Setjið lok yfir skálina og kælið í að minnsta kosti klukkutíma.
  2. Hitið grillið upp í miðlungshita og berið olíu á grindina. Takið kjötblönduna út úr ísskápnum. Takið pítubrauðin og opnið þau varlega. Mokið fyllingunni inn með skeið og passið að dreifa henni vel inni í brauðunum þannig að borgararnir verði sem jafnastir í laginu.
  3. Grillið píturnar þar til fyllingin er orðin elduð og brauðið er orðið stökt eða í um 5 mínútur á hvorri hlið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka