Stundum rekumst við á uppskriftir sem eru svo ótrúlegar að við hreinlega verðum að prófa þær. Heimildin er nokkuð traust þannig að það má svo sannarlega láta á þetta reyna en þetta er sagt bæði bragðgott og sérlega auðvelt.
Við erum að tala um pönnukökur sem eru einungis gerðar úr tveimur hráefnum: eggjum og banönum. Þetta hljómar eiginlega of einfalt en heimildarmenn okkar staðhæfa að þetta sé merkilega gott og ef það er rétt þá skiljum við ekki af hverju þetta er ekki gert á hverju heimili um hverja helgi.
Snilldin við pönnukökurnar er að þær eru sérlega fjölhæfar. Þær hæfa vel í hollustupartýið og þær sóma sér líka vel á veisluborðinu í barnaafmælinu auk þess sem við leiðum líkur að því að þær bragðist sérlega vel með súkkulaðibitum.
En uppskriftin er hér og við skorum á ykkur að prófa.
Einföldustu pönnukökur í heimi
Dugar í fjórar pönnukökur
Aðferð: